Mickey Moouse

30 cl Coca Cola
1 skófla vanilluís

Hellið kókinu glas með klaka, setjið vanilluísinn ofan á og jafnvel ölítið af þeyttum rjóma. Skreytið með kirsuberi og berið fram með röri.

Boo Boo

9 cl ananasafi
9 cl appelsínusafi
1,5 cl sítrónusafi
1 cl grenadin

Hristið vel saman með ís í hristara. Berið fram í glasi á fæti. Skreytið með sneiðum af kiwi og ananas og jarðaberjum sem röri hefur verið stungið í gegnum.

Shirley Temple

30 cl Ginger Ale
3 cl létt þeyttur rjómi
2 cl grenadin (grön)

Notið hátt glas með ís í. Setjið fyrst grenadin síðan gosið og látið síðast rjóman fljóta varlega niður í glasið. Skreytið með kokkteilberi og mismunandi litum rörum.

Le Mans

4 cl appelsínusafi
4 cl ananassafi
2 cl grenadin
1 eggjarauðu

Hristið vel saman með ís í hristara. Berið fram í glasi á fæti. Skreytið með ananas- og appelsínusneiðum.

Frukt Squash

10 cl ávaxtasafi (sætur)
10 cl sítrónusafi
1 eggjahvíta

Þeitið vel saman. Berið fram í háu glasi. Skreytið með ávaxtabitum sem stungið er upp á langan pinna og röri.