Bloody Maria


4 cl. tequila
tómatdjús
sítrónusafi
worchestershire sósa
tabasco
salt
pipar


Tequila er sett í longdrinksglas á klaka. Kryddað og fyllt upp með tómatdjús eða fyllt upp með Bloody Mary mix. Skreyttur með sellerýstöngli, agúrku eða sítrónusneið. Gott er að setja smá chili eða sambal oelek (1/4 tsk.) til að drykkurinn bíti enn betur.

Corcovado


2 cl. tequila
2 cl. blár curacao
2 cl. drambuie
sítrónusafi
Sprite / 7-up


Hristur. Áfengið hrist saman. Borinn fram í long-drinks glasi og fylltur upp með Sprite eða 7-up.

 

Fire dragon


2 cl. tequila
2 cl. campari
2 cl. romm dökkt


Hristur. Borinn fram í cocktailglasi.

Margarita


4 cl. tequila
2 cl. cointreau
limesafi
salt


Hristur (tequila, cointreau og limesafi). Berið limesafa á glasabarm á cocktailglasi og dýfið í salt. Hellið drykknum í glasið og skreytið með limesneið.

 

Megarita


8 cl. tequila
4 cl. cointreau
limesafi
salt


Bandarísk útgáfa af Margarita. Allt tvöfaldað. "Every thing´s big in America".

Hristur (tequila, cointreau og limesafi). Berið limesafa á glasabarm á cocktailglasi og dýfið í salt. Hellið drykknum í glasið og skreytið með limesneið.

Picador


4 cl. tequila
2 cl. kaffilíkjör


Hrærður. Borinn fram í cocktailglasi. Skreytt með appelsínuberki.

 

Tequila matador


3 cl. tequila
limesafi
ananassafi


Hellið tequila yfir klaka, bætið við limesafa og fyllið upp með ananassafa.

Tequila slammer / Slammer


3 cl. tequila
1 cl. grenadine
Sprite / 7-up


Tequila og grenadine er sett í long-drinks glas. Enginn klaki. Hálffyllt með Sprite / 7-up eða sódavatni eftir smekk. Glasinu er lokað með opnum lófanum og sveiflað í nokkra hringi og síðan skellt í borðið.
Drekkist í einum teig áður en fötin verða blaut!

 

Tequila sunrise


3 cl. tequila
appelsínusafi
grenadine


Hellið 3-6 cl. af tequila í glas með eða án klaka. Fyllið upp með appelsínusafa og hellið nokkrum dropum af grenadine út í þ.a. drykkurinn líkist blóðrauðu sólarlagi. Þar af nafnið.

Tequini


4 cl. tequila
2 cl. vermouth þurr
angostura bitter


Hrærður. Borinn fram í cocktailglasi eða Dry Martini glasi. Angostura bitter er sett að eigin vali. Ólíva eða sítrónubörkur (twist) látin falla í drykkinn.