ABBA-LABBA-LÁ

Hún hét Abba-labba-lá.
Hún var svört á brún og brá
og átti kofa' í skóginum
milli grænna greina
og trúði' á stokka' og steina.
Einu sinni sá ég Abba-labba-lá.
Hún dansaði í skóginum
svört á brún og brá.
Mér hlýnaði um hjartað
og hrópaði hana á:
Abba-labba, Abba-labba,
Abba-labba-lá.
Abba-labba-lá.

Texti: Davíð Stefánsson



Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.