AÐ LÍFIÐ SÉ SKJÁLFANDI

CG7lífið sé skjálfandi Clítið gras,
G7lesa í kvæði eftir CMatthías
en G7allir vita hver Cörlög fær
G7urt sem hvergi í Cvætu nær.

:,:Mikið lifandi C7skelfingar Fósköp er Dmgaman
Cvera Gsvolítið G7hífaðCur. :,:

Það sæmir mér ekki sem Íslending
að efast um þjóðskáldsins staðhæfing.
En skrælna úr þurrki ég víst ei vil
og vökva því lífsblómið af og til.

:,:Mikið lifandi skelfingar ósköp er gaman
að vera svolítið hífaður. :,:

Nú þekkist sú skoðun og þykir fín
að þetta vort jarðlíf sé ekkert grín.
Menn eiga að lifa hér ósköp trist
og öðlast í himninum sæluvist.

:,:Mikið lifandi skelfingar ósköp er gaman
að vera svolítið hífaður. :,:

En ég verð að telja það tryggara
að taka út forskot á sæluna,
því fyrir því gefst ekkert garantí
að hjá Guði ég komist á fyllerí.

:,:Mikið lifandi skelfingar ósköp er gaman
að vera svolítið hífaður. :,:


Lag:         Franz Peter Schubert
Texti:       Sigurður Þórarinsson



Sendið mér gjarnan póst ef þið finnið villur í textunum
en takið gjarnan fram við hvaða texta er átt.