ANDVÖKUNÓTT Á ÆGISSÍÐU

Ótallöndum, ótal borgum
um sinn möndul jörðin snýr:
Reykjavík og Rawalpindi,
Rangún, Súdan, Bonn, Kasmíir.
þannig líka okkur öllum
ávallt snýr hún sama hring:
Hreinlífum og hórdómmsköllum,
hottintotta, Íslending.

Er um nætur einn ég vaki
iðja mín er stundum sú
að heimsækja í huga mínum
halanegra í Timbúktú.
Kannske liggur sá hinn sami
og sendir þanka í norðurveg
til einhvers hér á Ísalandi
og peii er kannski ég.

Undur fróðlegt víst það væri
að vita allt um slíkan mann,
hvernig kjörum hans er háttað,
hvernig lífið fer með hann.
Ætli hann svíki undan skatti?
Ætli hann langi í pelann sinn?
Ætli hans sonur, svartur patti,
sé jafn óþekkur og minn.

Er hans kona ung og fögur,
eða kannske eins og mín?
Er hún bljúg og undirgefin,
eða vill hún teljast fín?
Ætli hún sé æst í pelsa,
eða gangi stöðugt ber?
Hefur hún stóran hring í nefi,
eða hringamergð á fingrum sér.

Á hann dóttur, orðna stóra?
Er hún líka tryllt í geim?
Sækir hana seint á kvöldum
svartur snobb með kjassi og breim?
Ætli hún kvabbi:"Elsku pabbi,
ósköp langar mig í bíl"?
Eða skyldi hún heimta af honum
heilan skögultenntan fíl?

Einn á villu á Ægissíðu,
ekki langt frá norðurpól.
Annars hús er ofið stráum
undir hitabeltissól.
Misjöfn teljast mega kjörin
mannanna, og þó er víst
að hvert mannsbarn alla daga
um einn og sama möndul snýst.

Lag: Sigurður Þórarinsson
Texti: Sigurður Þórarinsson



Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.