Á HÖRPUNNAR ÓMA

Á hörpunnar óma við hlustum í kvöld
mín hjartkæra draumfagra meyja
og tunglskinið hefur sín töfrandi völd
er tónarnir síðustu deyja.

Í hillingum sjáum við sólfagra strönd
þar svífum við tvö ein um draumfögur lönd
og tunglskinið hefur sín töfrandi völd
er tónarnir síðustu deyja

Er nóttin oss býður sín litskreyttu ljós
sem leiftra um himinsins veldi
þá gef ég þér ást mína, heiður og hrós
og hamingju á þessu kvöldi

Við dönsum og syngjum mitt seiðandi lag
uns sjáum við roða hinn komandi dag
og þá áttu ást mína, heiður og hrós
og hamingju frá þessu kvöldi


Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.