Á RAUÐU LJÓSI

Inní búri' úr gleri og stáli, gegnum útvarpsrásirnar,
ómar rafmagnstrommusláttur, sömu gömlu tuggurnar.
Regnið fellur bara og fellur, rignir inní huga minn,
„hér er skemmtilegur smellur" segir heimskur þulurinn.

Og ég bíð í röð á rauðu ljósi á eftir hinum bílunum
og ég held að ég sé að fara yfirum.
En ég bíð í röð á rauðu ljósi á eftir hinum fíflunum,
alveg klár á ég er að fara yfirum.

Slekk á rásinni sit hljóður, hugsa um tilveruna og þig,
hann flautar á mig eins og óður, asninn fyrir aftan mig.
Regnið fellur bara og fellur, fellur inní huga minn,
"hér er skemmtilegur smellur" sagði útvarpsþulurinn.

Og ég bíð í röð á rauðu ljósi á eftir hinum fíflunum
og ég held að ég sé að fara yfirum.
En ég bíð í röð á rauðu ljósi á eftir hinum bílunum,
alveg klár á ég er að fara yfirum.

Sólo

En ég bíð í röð á rauðu ljósi á eftir hinum fíflunum
og mér finnst að ég sé að fara yfirum.

Lag: Magnús Eiríksson
Texti: Magnús Eiríksson



Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.