Á SJÓ

Á sjó þeir sóttu fyrr
og sigldu' um höfin blá.
Þeir eru fræknir fiskimenn
og fást við úfinn sjá.
Milli hafna' um heiminn
þeir halda sína leið.
Á sjó þeir sækja enn
og sigla' um höfin breið.

Fræknir sjómenn fyrrum komu'
að frjálsri Íslands strönd.
þeir héðan sigldu' um höfin djúp
og herjuðu' á ókunn lönd.
En síðan margir sægarpar
siglt hafa landi frá,
bátar þeirra borist hafa
bylgjum sjávar á.

Á sjó.......

Þeir staðið hafa' í stormi
og stórsjó dag og nótt
móti bylgjum frosts og fanna
fast þeir hafa sótt.
Er skipið öslar öldurnar
þá ólgar þeirra blóð.
þeir eru sannir sjómenn
til sóma okkar þjóð

Á sjó...........

Þeir sífellt fara' um sjávarleið
og sigla varningi' heim.
fiskinn góða fær' á land
við fögnum öllum þeim.
Þeir lifa djarft á landi' og sjó
í leik og hverri þraut.
þeir eru hafsins hetjur
þeim heiður falli' í skaut.

Á sjó.........

Lag: Don Wayne
Texti: Ólafur Ragnarsson
Flytjandi: Hljómsveit Ingimars Eydal



Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.