ÁSTARTÖFRAR

Oft við Amor hef ég átt í erjum,
en aldrei hlotið slíkan skell.
Hann sínum örvum að mér beindi,
og það var ég sem féll.

Oft við Amor hef ég átt í erjum,
er hann mig töfrum hefur beitt,
ástin á nú hug minn og aftur get ég,
ekki minnsta viðnám veitt.

Eg féll að fótum þér.
Fyrirgefðu mér að ég skuli unna þér.
Ég yfirunnin alveg er,
og einn þú getur bjargað mér.

Oft við Amor het ég átt í erjum,
en aldrei hlotið slíkan skell.
Ástin á nú hug minn og ég er bundin,
af því það var ég sem féll.

Eg féll að fótum þér.
Fyrirgefðu mér að ég skuli unna þér.
Ég yfirunnin alveg er,
og einn þú getur bjargað mér.

Oft við Amor hef ég átt í erjum,
en aldrei hlotið slíkan skell.
Ástin á nú hug minn og ég er bundin,
af því það var ég sem féll.

Já, ástin á nú hug minn og ég er bundin,
af því það var ég sem féll.

Flytjandi: Trio Guðmundar Ingólfs og Björk
Lag: Valdimar J. Auðunsson
Texti: Valdimar J. Auðunsson



Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.