BÍLAVÍSUR

A„Ertu að koma?“ „Já, elskan mín góða
alveg hreint á mínútunni. Ha – ertu í nýjum bíl?
EAlveg ertu ágætur,
já, agalega sætur
að ætla að bjóða mér, það er alveg hreint í stíl.
Og Aef að það snjóar,
þá eru til nógar
keðjur, sem að koma okkur óhultum alla leið.
EElskan hann Dóri
minn sterki og stóri
hann stýrir svo vel, þótt gatan sé ekki Agreið.

AÓ, þarna er hann, já flott skal það vera,
Fordinn módel 19 hundruð og ég veit ekki hvað.
EUpp í hann stíg ég.
Á ástarvængjum flýg ég
upp í Mosfellssveit í ævintýraleit.
Með Ahandtösku stóra
ég hallast að Dóra.
Æ, gormurinn í framsætinu stakk mig á versta stað.
EÞað er nú svona
að þreyja og vona
en þetta lagast allt, Dóri minn sér um Aþað.

AKeðjan er slitin, það skellur í bílnum.
Skríddu undir bílinn, Dóri, greyjið mitt flýttu þér.
EÓ, je minn góður,
ertu alveg óður,
þarna reifstu sokkinn minn, álfurinn þinn.
AÉg fer aldrei út með þér
aftur, nei það sver ég.
Ég hef aldrei á ævi minni ekið með slíkum draug.
EÓ, núna springur
og í honum syngur;
á endanum hann stingst o’ní moldarAhaug.“

Lag:         Holmes
Texti:       Jón Sigurðsson
Flytjandi:  Björk og Tríó Gumundar Ingólfs.


Sendið mér gjarnan póst ef þið finnið villur í textunum
en takið gjarnan fram við hvaða texta er átt.