BLÆRINN Í LAUFI

Blærinn í laufi, hvíslandi hljótt
hörpuna stillir, um vorljósa nótt.
Niðar við strönd af hafölduhreim,
hlæjandi stjörnuskrúð sindrar um geim.
Þrösturinn kvakar kvöldljóðin sín,
kliðurinn berst inn um gluggann til mín.
Fögur er nóttin, hljóðlát og hlý,
heilög sú stund er við mætumst á ný.

Dís minna vona, yndið mitt allt!
Án þín er vorskrúðið litlaust og kalt.
Öll þessi fegurð, öll þessi dýrð
eyðist og gleymist ef burtu þú flýrð.
Vina mín, drottning ljóðs míns og lags!
Löng er ei stundin til komandi dags.
Fund okkar aðeins vornóttin veit -
vittu nú, ljúfa, hve ást mín er heit!

Texti: Jón frá Ljárskógum



Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.