DAGALAG

Ég heiti Helga á helgidögum
ég heiti Þura á þurrum dögum
ég heiti Sunna á sunnudögum
er þetta nóg
er núna komið nóg - og þó?

Ég stjórna bæði veðri og vindunum
ég vef skýin onaf tindunum
ég græði grasið inni í dölunum
ég gegn um fjöll með smölunum

Ég heiti Lauga á laugardöguum
ég heiti Birta á björtum dögum
ég heiti Helga á helgidögum
er þetta nóg
er núna komið nóg - og þó?

Ég anda upp ölduhryggjum út á sjó
ég sáldra regndropum á runna og mó
ég kveiki kvöldstjörnur á himninum
ég kyndi upp í morgninum.

Ég heiti Helga á helgidögum
ég heiti Þura á þurrum dögum
ég heiti Sunna á sunnudögum
er þetta nóg
er núna komið nóg - og þó?

Ég heiti Lauga á laugardöguum
ég heiti Birta á björtum dögum
ég heiti Helga á helgidögum
er þetta nóg
er núna komið nóg - og þó?

Lag: Ólafur Haukur Símonarson
Texti: Ólafur Haukur Símonarson


Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.