DOMANI

Minnumst ekki' á morgundaginn,
minnumst ekki' á morgundaginn,
minnumst ekki' á morgundaginn,
lifum lífinu í kvöld.

Domani, gleymum domani
Lifum í núinu - á eigin tímaplani.
Ó, tunglið, - já, sjáðu tunglið;
það töfrar fram í okkur ævintýraþrá.

Ha - það sindrar á dökkan sæinn,
og stjörnur tindra augum þínum í.
Það svífur að mér sælutilfinning,
mig svimar og ég hugsa' í hring.
Hjartað hamast ótt í brjósti mér.
Nýtum nú tímann, tökum skarið af.
Teflum djarft og munum það,
að hika' er tap. - já, er á meðan er.

Minnumst ekki' á morgundaginn...

Sóló

Minnumst ekki' á morgundaginn...

Domani. Hvað er „domani“.
Gamalt ítalskt orð sem gildir ekki nú.
Já nýtum tímann, tökum skarið af.
Teflum djarft og munum það,
að hika' er tap. - já, er á meðan er.

Minnumst ekki' á morgundaginn...

Já, spáum ekki' í morgundaginn.
Spáum ekki' í morgundaginn.
Spáum ekki' í morgundaginn.
Því að nóttin er við völd.

Lag: Riziero Ortolani
Texti: Stefán Hilmarsson


Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.