EF ÞÚ ERT SÚR VERTU ÞÁ SÆTUR

Ef þú ert súr
vertu þá sætur
sjáðu í speglinum hvernig þú lætur
ekkert er varið í sút eða seyru
teygðu á þér munnvikin út undir eyru

Galdurinn er að geta brosað
geta í hláturböndin tosað
geta hoppað hlegið sungið
endalaust

Ef þú ert fýldur þá líkistu apa
eða krókódíl sem er af fúll til að gapa
ekkert er varið í sút eða seyru
teygðu á þér munnvikin út undir eyru

Galdurinn er að geta brosað
geta í hláturböndin tosað
geta hoppað hlegið sungið
endalaust

Lag: Ólafur Haukur Símonarson
Texti: Ólafur Haukur Símonarson


Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.