EF ÞÚ SIGLIR ÚT Í HEIM, ÍJA, ÍJA JÓ

Ef þú siglir út í heim, íja íja jó
þú kemst ekki hjá því að kynnast þeim, íja íja jó
sem bíða þar, brosmildar, allir þrá þær að sjá og þeirra fundi að ná
já þú kemst ekki hjá því að kynnast þeim, íja íja jó

Ef utan þú ferð til Amsterdam, íja íja jó
þú eflaust kæmir ýmsu fram, íja íja jó
En ætlir þú að eignast frú, lipurtá ljós á brá og læðist burtu þá
já þær eru svo feimnar í Amsterdam, íja íja jó

En komir þú til Köbenhavn, íja íja jó
af kroppunum er þar kynlegt safn, íja íja jó
Þær eru þar, svo útsmognar, ekki í geym, skaltu þeim, fylgja mikið heim
þær eru svo kræfar í Köbenhavn, íja íja jó

Ef lendir þú svo til Lissabon, íja íja jó
þær leika sér að þér lon og don, íja íja jó
Þær næla í þig, tæla þig, lokka þig plokka sig láta ei plata sig
já þær leika sér mikið í Lissabon, íja íja jó

Ef rennir þú við í Reykjavík, íja íja jó
þér mætir ei nokkur meyja slík, íja íja jó
Ef ætlar þú, að eignast frú, lipurtá, ljós á brá, leitaðu hennar þá
já þær reynast þér best í Reykjavík, íja, íja jó

Sendu gjarnan línu ef þú veist um höfund lags.
Sendu gjarnan línu ef þú veist um höfund texta.


Sendið mér gjarnan póst ef þið finnið villur í textunum
en takið gjarnan fram við hvaða texta er átt.