EIN FÖGUR EIK

Ein fögur eik hjá fossi stóð
sem féll af bergi háu
og sumarröðuls geislaglóð
þar gyllti blöðin smáu.
Við næturkylju köldum leik
þar klettur greinum hlúði
og fossinn vökvun færði eik
í fögru sumarskrúði.

Og fossinn kunni ljóðaleik
sem lék hann daga' og nætur
og söng hann blítt við svása eik
er sínar hafði rætur
þar fest hjá dimmu djúpi hans,
og dafnað hans við síðu,
og lét nú brosa laufa krans
við ljósi sólar blíðu.

Texti: Páll J. Árdal



Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.