ER ÉG KEM HEIM Í BÚÐARDAL

Er ég kem heim í Búðardal
bíður mín brúðaval.
Og ég veit það verður svaka partí.
Bíð ég öllum úr sveitinni
Langömmu heillinni.
Það mun verða veislunni margt í.

Ég er lukkunar pamfíll svei mér þá.
Þó ég hafi ekki víða farið.
Ég er umvafinn kvennfólki það get ég svarið.
Og minna gagn gera má.

Þegar vann ég í Sigöldu.
Meyjarnar mig völdu.
Til þess að stjórna sínum draumum.

En nú fer ég til Búðardals.
Beint heim til kerlu og karls
sem af gleði tárast í taumum.

því nú grætt ég hef meir en mér finst nóg.
Heimasætur gefa mér hýrt auga.
Og ég veit að með mér ,
þær vilja setja upp bauga.
Svo verður mér um og ó.

Er ég kem heim í Búðardal
bíður mín brúðaval.
Og ég veit það verður svaka partí.
Bíð ég öllum úr sveitinni
Langömmu heillinni.
Það mun verða veislunni margt í.

Bíð ég öllum úr sveitinni
Langömmu heillinni.
Það mun verða veislunni margt í.

Texti: Þorsteinn Eggertsson



Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.