ER FAÐIR BARNA OG BLÓMA

Er faðir barna og blóma
gaf blómi hverju nafn
þau gengu glöð í burtu
á Guðs síns mikla safn.
Til baka kom ein bláeyg,
svo blíð og yndisleg,
og sagði; "Guð ég gleymdi,
ó, Guð, hvað heiti ég?"
Þá brosti faðir blóma
sem barn í morgunþey
og sól í sumarljóma
og sagði - "Gleym mér ei."

Höf ókunnur



Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.