ÉG HEITI EFTIR AFA MÍNUM

Ég heiti eftir afa mínum er því nefndur Jón.
Ennþá er ég agnarsmár og ofurlítið flón.
Ég oftast er í gallabuxum, blautur upp á haus,
í blárri skyrtu, berhentur og húfu og trefillaus.

Ég allan daginn úti er á hlaupum til og frá,
er iðinn við að leika mér og sitthvað nýtt að sjá.
En oft er ég með bíladellu, bruna þá af stað.
Ég býst nú við að fleiri geti verið til í það.

Hún mamma sagði einmitt svona, eins og trúlegt er:
"Æ, elsku Nonni, reyndu nú að dunda hér hjá mér."
En á ég kannski að sitja eins og stelpa uppi' á stól,
í blúnduskjörti, totuskóm og ermalausum kjól?

Ég sagði ekkert annað, en veit þó hvað ég syng,
ég skaust því út að leika mér með krökkunum í kring.
Því þar var líf og leikur fyrir venjulegan dreng.
Ég lá því ekki' á liði mínu' en tók í sama streng.

En þegar ég verð þreyttur, þá er gott að koma inn
og þurrka af sér bleytuna og borða grautinn sinn.
Já, ósköp lítill mömmudrengur er ég orðinn þá,
því aldrei get ég hugsað mér að fara henni frá.



Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.