ÉG SKAL SYNGJA UM ALLT

Ég skal syngja' um allt sem mér er kært
þá aftur kemur vor.
Ég skal láta hljóma hátt og skært
um holt og klettaskor.

Ég skal syngja með þér lækur
er þú leikur þér við stein
og hlæja eins og þrösturinn
sem hoppar grein af grein.

Og er regnið fellur þungt og þétt
á þyrstan kaldan svörð
skal ég syngja' um hvern þann blómsturblett
sem bráðum grær á jörð.

En er sólin aftur á mig skín
og yljar vanga smá
þá skal ég kveða kvæðin mín,
þau kærstu sem ég á.

Sendu gjarnan línu ef þú veist um höfund lags
Texti: Iðunn Steinsdóttir



Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.