FEISAÐU FRAM Á VIÐ

Marga menn það plagar, að gráir hverfa dagar.
Í hversdagsleikans gleymsku og dá.
Hvaða tilgangi þeir leita, vilja lífi sínu breyta,
menn vilj’að allt sé gert fyrir þá.

En þeir verða að standa á fætur, gefa umhverfinu gætur,
lyfta sér á æðra stig,
Já, þið verðið elsku greyin, að horfa fram á veginn,
feisiði fram á við.

:,:Feisaður fram á við:,:
Taktu lífi þínu taki,
snúðu ekki í það baki,
feisaðu fram á við.

Feisaðu...

Þú sem ert að deyja, úr þorstanum til meyja,
en gerir aldrei neitt í því.
Farðu kátur piltur, geðprúður og stilltur,
á kvennafar og kennderí.

Þá kannski muntu þreytast, en þreytan mun fljótt breytast,
í gleði er þú nærð þér á strik.
Og restina muntu laga, einhverja næstu daga,
feisaðu fram á við.

Feisaðu...

Feisaðu...

Sendu gjarnan línu ef þú veist um höfund lags
Sendu gjarnan línu ef þú veist um höfund texta


Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.