FLJÚGA HVÍTU FIÐRILDIN

Fljúga hvítu fiðrildin
fyrir utan glugga.
Þarna siglir einhver inn
ofurlítil dugga.

Afi minn og amma mín
úti' á Bakka búa.
Þau eru bæði sæt og fín,
þangað vil ég flúa.

Afi minn fór á honum Rauð
eitthvað suður' á bæi,
sækja bæði sykur og brauð,
sitt af hvoru tagi.

Sigga litla systir mín
situr úti' í götu,
er að mjólka ána sín
í ofurlitla fötu.

Eitthvað tvennt á hné ég hef,
heitir annað Stína.
Hún er að láta lítið bréf
í litlu nösina sína.

Gamlar vísur



Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.