GAMLA HÚSIÐ

Komin aftur á gamla slóð,
ég reyni að lifa mig inn í drauminn.
Sem lítil stúlka oft ég alein stóð,
og horfði á fólkið líða hjá.
Heima, heim á ný.

Húsið okkar það var allt svo hlýtt,
svo hljóðlát stofa og blóm í glugga.
Gleðin ríkti þar var allt svo blítt,
og kolaofn sem nórði í.
Heima, heim á ný.

En sjálfsagt hefur líka verið margt
sem misfórst eins og vera ber.
En enginn slíkt með sínum draumum ber né sér.

Nú lít ég húsið mitt á annan hátt
dyrnar þrengri og loftin lægri.
Allt sem áður sýndist stórt er smátt
ég hafði ekki gætt að því.
Kominn heim á ný.

Allt sem áður sýndist stórt er smátt
nú lít ég húsið mitt á annan hátt.

Þorgeir Ástvaldsson / Bjartmar Guðlaugsson


Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.