GENG ÉG FRAM Á GNÍPUR

Geng ég fram á gnípur og geigvæna brún,
:,;djúpan lít ég dalinn og dáfögur tún.:,:

Kveður lítil lóa, en leiti gyllir sól,
:,:í hlíðum smalar hóa, en hjarðir renna á ból.:,:

Bær í björtum hvammi mér brosir í mót,
:,:manstu vin þinn, mæra, munblíða snót?:,:

Lag: Erl.
Texti: Matthías Jochumsson


Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.