GLING GLÓ

Gling gló, klukkan sló,
máninn ofar skýjum hló,
lýsti upp gamla götuslóð,
þar glaðleg Lína stóð.

Gling gló, klukkan sló,
máninn ofar skýjum hló,
Leitar Lási var á leið,
til Línu hanns er beið.

Unnendum er máninn kær,
um þau töfraljóma slær.
Lási á biðilsbuxum var,
brátt frá Línu fær hann svar.

Gling gló, klukkan sló,
máninn ofar skýjum hló.
Lási varð svo hýr á brá,
því Lína sagði "Já".

Flytjandi: Tríó Guðmundar Ingólfs og Björk
Lag: Alfreð Clausen
Texti: Kristín Engilbertsdóttir



Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.