HILDUR

Ég horfi í augu þín,
úr augum þínum skín
hrein ómeðvituð gjöf
til mín.

Það eina hér sem yljar mér
í lífsins frosti og fönn,
sem gefur dug í dagsins önn,
dug í dagsins önn.

Ég lít í augu þín
og lít þar augu mín.
Minn bústaður hann er
í þér.

Oft ástarhjal er marklaust mal,
en mundu orð mín brýn:
Mín ást er sönn sem orðin mín,
sönn sem orðin mín.

Þitt breiða skrítna bros,
þitt blíða stríðnisglott
og uppátækin þín,
þitt grín.

Já, hlátur þinn og húmorinn,
ég elska þetta allt.
Þú hreinsar, vermir hjartað kalt,
vermir hjartað kalt.

Oft ástarhjal er marklaust mal,
en mundu orð mín brýn:
Mín ást er sönn sem orðin mín,er.
sönn sem orðin mín.


Lag: Sverrir Stormsker
Texti: Sverrir Stormsker



Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.