Í DANSI MEÐ ÞÉR

Djarfur rúmbudansinn dunar nú
dönsum því ég og þú.
Tifum létt um gólfið til og frá
töfrar brá, logar þrá.

Er það draumur eða ert þú hér
enn í kvöld heil með mér?
Armar þínir vekja ástarbál
unaðsmál, efld mín sál.

Dönsum saman uns dagurinn rís
þótt nú dyljist sýn minnist ég þín
og þín hönd leiðir hönd mína heim
út í hamingjugeim.

Við þinn fagra ljúfa augnaeld
uni ég þetta kveld.
Djúpa döggin mjúka moldu skjótt
milt og hljótt kemur nótt.


Flytjandi: Tríó Guðmundar Ingólfssonar og Björk
Lag: Pablo Beltrani Ruiz
Texti: Þorsteinn Sveinsson



Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.