Í VÍÐIHLÍÐ

Ef þú ert kvalin örgum pínslum
illra meina sífelldri nauð
og vondra manna mörgum klækjum
mildi guðs að þú ert ekki dauð.

Þá vappa skaltu' inn í Víðihlíð
Já Víðihlíð og Víðihlíð
og vera þar síðan alla tíð,
alla þína tíð.

Ef þú kúrir ein í horni
enginn þér sinnir þá græturðu lágt.
Og fáirðu matinn kaldan og klénan
og kjötið það sé bæði vont og hrátt.

Þá vappaðu inn í Víðihlíð
Já Víðihlíð og Víðihlíð
og vertu þar síðan alla tíð,
alla þína tíð.

Ef börnin í þig ónotum hreyta
æskirðu liðsinnis buguð af þraut.
Og ef bóndinn hann segir bless og er farinn
þá búið það tekur að vapnta graut.

Þá vappaðu inn í Víðihlíð...

Ef enginn þér sýnir samúð neina
en sorgirnar hlaðast að fyrir því.
Og ef engin hræða til þín tekur
tillti né sýnir viðmót hlý.

Þá vappaðu inn í Víðihlíð...

Í Víðihlíð er veðurblíð
vondir kallar þeir sjást ekki þar.
Og ótal stúlkur stökkvandi til þín
stefna og færa þér gnótt matar.

Þá valhoppaðu inn í Víðihlíð.
Í Víðihlíð og Víðihlíð
Og vertu þar síðan alla tíð
alla þína tíð - alla þína tíð.

Þær votta þér samúð votum hvörmum
og vítur samþykkja' á pakkið illt - og spillt.
Og sýna þér góðvild í einu og öllu
og eyrun sperra þá græturðu milt - og stillt.


Já valhoppaðu inn í Víðihlíð
í Víðihlíð og Víðihlíð
Og vertu þar síðan alla tíð
alla þína tíð - :.:alla þína tíð:.:.


Flytjandi: Megas
Lag: Megas
Texti: Megas



Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.