ÍSLAND ÖGRUM SKORIÐ

Ísland ögrum skorið
ég vil nefna þig,
sem á brjóstum borið
og blessað hefur mig
fyrir skikkan skaparans;
vertu blessað, blessi þig
blessað nafnið hans.

Gleymt þér get ég aldrei,
göfugt föðurland,
þótt í þykkju kaldri
þetta tryggðarband
fyrnast taki fyrir mér,
vanmátturinn veldur því,
ég vil samt fylgja þér.

Uppá það að enda
ég drekk þína skál;
guð oss láti lenda,
lífs nær endast mál,
himnum á fyrir herrans vörð.
Unnum, þjónum þangað til
þessari fósturjörð.

Ísland ögrum skorið,
ég vil nefna þig,
sem á brjóstum borið
og blessað hefur mig
fyrir skikkan skaparans;
vertu blessað, blessi þig
blessað nafnið hans.



Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.