ÍSLANDS LAG

Heyrið vella' á heiðum hveri,
heyrið álftir syngja' í veri.
:/: Íslands er það lag :/:
Heyrið fljót á flúðum duna,
foss í klettaskoru bruna.
:/: Íslands er það lag :/:

Eða fugl í eyjum kvaka,
undir klöpp og skútar taka.
:/: Íslands er það lag :/:
Heyrið brim á björgum svarra.
bylja þjóta svipi snarra,
:/: Íslands er það lag :/:

Og í sjálfs þíns brjósti bundnar
blunda raddir náttúrunnar.
:/: Íslands eigið lag :/:
Innst í þínum eigin barmi,
eins í gleði' og eins í harmi
:/: ymur Íslands lag :/:

Texti: Grímur Thomsen



Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.