JÓN OG ÉG

Jón og ég - við vorum eins og bræður,
og áttum föður - sem var okkur kær.
Ekki skorti okkur heldur mæður
því ei þær reyndust færri vera en tvær.

Lánið elti Jón.
En lét í friði mig.
Lánsami Jón.
Ég öfunda þig.

Við vorum látnir ganga menntaveginn,
Jón var stúdent 1901.
Mikið varð hann faðir okkar feginn.
En fyrir mér það gekk ekki jafn greitt.

Lánið elti Jón.....

Nonni bróðir lærður var í lögum,
á lokaprófi varð hann númer eitt.
Mér gekk heldur illa í flestum fögum,
ég fékk alltaf núll komma ekki neitt.

Lánið elti Jón.....

Svo kom þar, að ég bað hennar Bistu.
Bista sagði já, og kyssti mig.
Unaðsleg var ást okkar í fyrstu,
uns Jón tók hana bara fyrir sig.

Lánið elti Jón.....

Nonni dó og kúrir nú í kistu,
sem kostaði meira en til átti það svín.
En ég er stjúpi barnanna hennar Bistu,
Því Bista hans Jóns er núna konan mín.

Lánið elti Jón.....



Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.