DRENGUR MARÍU

Býsn fyrir löngu í Betlehem
bókin helga greinir frá:
Jólabarnið Jesús var
í jötu lagður þá.

Heyrum engla hefja söng:
Vér hyllum konung þann
er María fæðir mæt um jól
því mannkyn frelsar hann.

Ómur lúðra og englakór
þann ungsvein hylla vann
er María fæddi mæt um jól
og mannkyn frelsar hann.

Hjarðmenn sinni hjörð við ból
héldu þessa næturstund.
Af hæðum stjarna og himnakór
þá helgaði þeirra lund.

Heyrum engla hefja söng:
Vér hyllum konung þann
er María fæðir mæt um jól
því mannkyn frelsar hann.

Til Betlehem það kæra kvöld
komu María og Jósep með.
Til þess að fæða frelsarann,
fann hún hvergi auðan beð.

Heyrum engla hefja söng:
Vér hyllum konung þann
er María fæðir mæt um jól
því mannkyn frelsar hann.

Loks fundu þau sér lítið skjól
þar í lágum kofa inn
og í fjárhúsjötu fyrstu jól
fæddi María drenginn sinn.

Heyrum engla hefja söng:
Vér hyllum konung þann
er María fæðir mæt um jól
því mannkyn frelsar hann.

Býsn fyrir löngu í Betlehem
bókin helga greinir frá:
Jólabarnið Jesús var
í jötu lagður þá.

Texti: Hinrik Bjarnason

 



Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.