HEILÖG LÚSÍA

Hljóð er in höfga nótt.
Hægum í blænum
dormar nú sérhver drótt.
Dimmt er í bænum.

Birtir af kertum brátt,
blíð mærin eyðir nátt:
heilög Lúsía,
heilög Lúsía.

Veröld í vændum á
vonglaðar stundir.
Ljósdýrð frá himnum há
hríslast um grundir,

Drottins því bjarma ber
blessuð mær öllum hér,
heilög Lúsía,
heilög Lúsía.


Líða um lönd og sæ
ljúfsætir ómar.
Streyma frá byggð og bæ
blæfagrir hljómar.

Hennar lof heyrast skal
himins um bjartan sal
helgrar Lúsíu,
helgrar Lúsíu!

Texti: Elsa E. Guðjónsson



Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.