MEIRI SNJÓ

Er lægst er á lofti sólin,
þá loksins koma jólin.
Við fögnum í friði og ró,
meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó.

Það gleðst allur krakkakórinn,
er kemur jólasnjórinn.
Og æskan fær aldrei nóg,
meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó.

Það er barnanna besta stund,
þegar byrjar að snjóa á grund.
Úti á flötinni fæðist hratt,
feikna snjókall með nef og með hatt.

Svo leggjast öll börn í bólið,
því bráðum koma jólin.
Þau fagna í friði og ró,
meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó.
Þau fagna í friði og ró,
meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó.



Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.