KAKAN

Gramsar gler úr öskutunnu
gamall kýttur slitinn karl.
Gramsar gler úr öskutunnu
gamall kýttur slitinn karl.
Hirðir það sem aðrir fleygja
í borgarinnar hrákadall.

Hann vill ekki úr hungri deyja
en ellilaunin hrökkva skammt.
Hann vill ekki úr hungri deyja
en ellilaunin hrökkva skammt.
Margir sjá hann en þeir þegja
því kakan skiptist ekki jafnt.

Sóló

Við sem siglum lífsins öldur
meðan ævin þýtur hjá.
Við sem siglum lífsins öldur
meðan ævin þýtur hjá.
Finnum ekk´að andar köldu
á þá sem reknir eru frá.

Sóló

Gramsar gler úr öskutunnu
gamall kýttur slitinn karl.
Gramsar gler úr öskutunnu
gamall kýttur slitinn karl.
Hirðir það sem aðrir fleygja
í borgarinnar hrákadall.

Því kakan skiptist ekki jafnt.
Því kakan skiptist ekki jafnt.
Því kakan skiptist ekki jafnt.



Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.