KALLI Á HÓLI

Hvern þekkirðu í Flóanum kaldari karl
en hann Kalla-Kalla-Kalla-Kalla á Hóli
Og hver finnst þér æstari í kvenfólk og svall
en hann Kalli-Kalli-Kalli Kalli á Hóli
Hann syngur og drekkur og dansar og hlær,
og dreymandi' hann þráir hver einasta mær
Því enginn á landinu' er konum eins kær
og hann Kalli, (hvaða Kalli), hann Kalli (hvaða Kalli)
hann Kalli, Kalli, Kalli, Kalli á Hóli.

Í Reykjavík kom hann með karakúlpest
hann Kalli-Kalli-Kalli-Kalli á Hóli
Við kvenfólk og vínföng hann kunni sig best
hann Kalli, Kalli, Kalli, Kalli á Hóli
Hann drakk upp sitt beisli, sinn hnakk og sinn hest
og hafnaði' í tugthúsinu fyrir rest
Uns loksins að Kúfótur kvaddi sinn gest
hann Kalla, (hvaða Kalla), nú hann Kalla (hvaða Kalla)
hann Kalla, Kalla, Kalla, Kalla á Hóli.

Í borginni tolldi' ekki karlinn um kjurt
hann Kalli, Kalli, Kalli, Kalli á Hóli
Með kassabíl austur hann kom sér á burt
hann Kalli, Kalli, Kalli, Kalli á Hóli
Á heiðinni gerði hann gaddhörku' og snjó
svo ganga varð Kalli, uns af honum dró
Og kempan varð úti í Kömbum og dó
hann Kalli (hvaða Kalli) nú hann Kalli, (hvaða Kalli),
hann Kalli, Kalli, Kalli, Kalli á Hóli.

Svo kom hann til himna og knúði á dyr
hann Kalli, Kalli, Kalli, Kalli á Hóli
Þá kíkir út Pétur og komumann spyr
hann Kalla, Kalla, Kalla, Kalla á Hóli
um heiti og passa með kurt og með pí
Og prótokol gáir hann þessu næst í
svo hristir hann kollinn og klórar sitt strý
tja, Kalli (já Kalli) hm,Kalli (já Kalli)
nú hann Kalli, Kalli, Kalli, Kalli á Hóli.

Texti: Bjarni Guðmundsson



Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.