KOKKUR Á KÚTTER FRÁ SANDI

Ég er kokkur á kútter frá Sandi.
Ég fæ kjaftshögg hvern einasta dag.
Og ekki líður mér betur í landi,
ef ég lendi við konuna í slag.

Hún er tvígild að afli hún Tóta
og ég tala ekki um sé hún reið,
enda tek ég þá fljótast til fóta,
því að flótti er sú einasta leið.

Ég var var ungur er Tóta mig tældi,
okkar trúlofun samstundis birt.
Og í hjónaband þvínæst mér þvældi,
það var óveðursblandið og stirt.

Því þegar frá leið hljóp fjandinn í svínið,
og fædd voru ellefu börn,
þá var búið með gaman og grínið,
þá var grátur mín síðasta vörn.

Því á kvöldin er kjaftshöggin dundu,
svo í kjammana báða mig sveið
og tárin af hvörmum mér hrundu
þegar hræddur und´ rúmið ég skreið.

Já, þá skemmti hún sér skjátan sú arna
er hún skammirnar dynja á mér lét,
meðan ég hímdi hundflatur þarna
og hreyfði mig ekki um fet.

En á kútternum allir sig krossa
ef ég kem fram með viðbrenndan graut
og skipstjórans brástjörnur blossa
meðan bölvar rétt eins og naut.

Og ef kjötsúpan virðist með kekkjum,
eða kjötbollan reynist of hrá,
þeir kenna slíkt helvískum hrekkjum,
svo hefst skemmtunin vöngum mér á.

Ef ég lifað fæ lengur en Tóta,
er hún leggur á eilífðarbraut,
skal ég dansa og daganna njóta
og elda dýrindis rúsínugraut.

En mig hryllir, ef hittumst við aftur,
er ég héðan af jörðinni fer,
nema einhver mér ókunnur kraftur
komi óðar og liðsinni mér.

Flytjandi: Ragnar Bjarnason
Lag: Reinholdt Richter
Texti: Ólafur Gaukur



Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.