LANDLEGUVALSINN

Forðum var verandi á vertíð í Eyjunum.
Víst er það svona enn.
Þarna var indælis úrval af meyjunum
og álitlegir menn.
Alltaf í landlegum liðu fljótt næturnar
við leiki, söng og skál.
Þar Adamssynirnir og Evudæturnar
áttu sín leyndarmál.

Þá var nú gleði og geislandi hlátur,
sem bergmálar enn.
Þá voru sorgir og saknaðargrátur,
sem bergmálar enn.
Ánægðir til hafs úr höfn
förum við,
gleymnir á meyjana nöfn
vorum við.
Hlátur og grátur í huganum bergmálar enn.

Sjómönnum þótti á Siglufjörð farandi.
Síldini landað var.
Ekki er spurningum öllum svarandi
um það, sem skeði þar.
Þar voru indælar andvökunæturnar
uppi í Hvanneyrarskál.
Þar Adamssynirnir og Evudæturnar
áttu sín leyndarmál.

Þá var nú gleði og geislandi hlátur,
sem bergmálar enn.
Þá voru sorgir og saknaðargrátur,
sem bergmálar enn.
Ánægðir til hafs úr höfn
förum við,
gleymnir á meyjana nöfn
vorum við.
Hlátur og grátur í huganum bergmálar enn.

Lag: Jónatan Ólafsson
Texti: Númi Þorbergsson



Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.