LITLA FLUGAN

Lækur tifar létt um máða steina.
Lítil fjóla grær við skriðufót.
Bláskel liggur brotin milli hleina.
Í bænum hvílir íturvaxin snót.

Ef ég væri orðin lítil fluga,
ég inn um gluggann þreytti flugið mitt,
og þó ég ei til annars mætti duga,
ég eflaust gæti kitlað nefið þitt.

Lag: Sigfús Haldórsson
Texti: Sigurður Elíasson



Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.