LITLI TÓNLISTAMAÐURINN

Mamma, ertu vakandi mamma mín?
Mamma, ég vil koma til þín.
Ó mamma, gaman væri að vera stór.
Þá vild' ég stjórna bæði hljómsveit og kór.

Mamma, þú ert elskuleg mamma mín,
mér finnst gott að koma til þín.
En mamma, áðan dreymdi mig draum um þig.
En datt þá fram úr og það truflaði mig.

Þú vars drottning í hárri höll.
Hljómsveitin! Álfar, menn og tröll,
lék þér og söng í senn, hún var svo storfengleg.
Tröllin þau börðu á bumburnar.
Blómálfar léku á flauturnar.
Fiðlurnar menskir menn, á mandolin ég.

Allir mændum við upp til þín.
Eins og blóm þegar sólin skín.
En þínum faðmi frá, gjafir flugu um allt.
Flestum gekk vel að grípa sitt.
Glaður náði ég fjótt í mitt.
En stóll er steig ég á, stóð tæpt svo hann valt.

Mamma, þú ert elskuleg mamma mín,
mér finnst gott að koma til þín.
En mamma, gaman væri að vera stór.
Þá vild' ég stjórna bæði hljómsveit og kór.

Flytjandi: Vilhjálmur og Ellý Vilhjálms.
Lag: Freymóður Jóhannsson
Texti: Freymóður Jóhannsson



Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.