LORELEI

Ég er svo daufur í dálkinn
og dylst, af hverju það er.
Því það er ein furðuleg frásögn
að flækjast í hausnum á mér.

Það er skítkalt og byrjað að skyggja
og skollituð veltist Rín,
og kyrrlát kvöldsólin blessuð
á klettana við hana skín.

Þar situr ein ungfrú uppi
svo afar fín og klár,
í ljómandi fallegum fötum
og fagurrautt greiðir hár.

Hún greiðir sér þar með greiðu
og galar við eitt ljóð,
og segja það þeir, sem þekkja,
að það séu skrítin hljóð.

Þá ber þar að mann í báti,
sem brátt heyrir kveðskapinn.
Þá gleymir hann allri gætni
og glápir á kvenmanninn.

Og bláu bárurnar gleyptu
bátinn með manninum.
Því eflaust Lorelei olli
með andskotans kveðskapnum.



Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.