MÁNINN FULLUR FER UM GEIMIN

Máninn fullur fer um geiminn
fagrar langar nætur.
Er hann kannski að hæða heiminn
hrjáðan sér við fætur?
Fullur oft hann er
það er ekki fallegt, ónei.
Það er ljótt
að flækjast þar, að flækjast þar
á fylliríi um nætur.

Stjáni fullur fer um stræti,
fagrar tunglskinsnætur.
Fullur ástar, ungrar kæti,
elskar heimasætur.
Þannig oft hann er,
það er ekki fallegt, ónei.
Það er ljótt,
því ein er hér og önnur þar
og Efemía grætur.

Lag: Jack Lawrence
Texti: Jón Óskar




Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.