MINNI INGÓLFS

Lýsti sól stjörnustól,
stirndi' á Ránarklæði.
Skemmti sér vor um ver,
vindur lék í næði.
Heilög sjón. Hló við Frón.
Himinn, jörð og flæði
fluttu landsins föður heillakvæði.

Himinfjöll, földuð mjöll,
fránu gulli brunnu.
Fram til sjár silungsár
sungu meðan runnu.
Blóm á grund, glöð í lund,
gull og silki spunnu
meðan fuglar kváðu allt er kunnu.

Blíð og fríð frelsistíð,
frægur steig á grundu
Ingólfur Arnarbur,
íturhreinn í lundu.
Dísafjöld hylltu höld,
heill við kyn hans bundu.
Blessast Ingólfs byggð frá þeirri stundu.

Texti: Matthías Jochumsson




Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.