MJÖLL Á FURUGREIN

Þar sem áður við sátum saman,
í sólar mildum yl,
föl af trjánum nú falla blöðin
í fljótsins kalda hyl.

Nöktum fótum til fundar við þig
ég fór um grænan svörð,
þar sem grúfir nú grámi haustsins
og gnestur frost í jörð.

Ást þín var mínu unga hjarta
eins og blátær lind
þar sem á náttmálum þorsta svalar
hin þreytta skógarhind.

Um þig geymist í muna mínum
minning björt og hrein,
eins og merli í mánaskini
mjöll á furugrein.

Texti: Jónas Árnason




Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.