NÆTURFJÖR

Hamrarnir háu
í heillandi tign,
tjöldin og tjörnin
svo töfrandi lygn.
Lokkandi laða
í logunum skýrð.
Hvern sem að kemur
í klettana dýrð.

Hér finn ég framandi
og funheita glóð,
sem eldur í æðunum
ólgar mitt blóð.
Danslagið dunar
við dillandi söng.
Nú fer að nátta
og nóttin er löng.

Sælt er að sitja við
sjafnareld þann,
sem umvefur ungann
og ástfangin mann.
Komdu minn kæri
og kysstu mig fljótt.
Eigum við vinur
að dansa í nótt.

Lífsgleðin ljómar
við logandi bál.
Kvöldsöngva kyrjar
hver einasta sál.

Lífinu lætur
að líða svo fljótt.
Dönsum og dönsum
í dalnum í nótt


Lag: Ólafur M Aðalsteinsson
Texti: Guðjón Weihe




Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.