REGNVÍSUR

Dropar á þökunum dansa létt,
drýpur nú rigningin, jafnt og þétt,
vökvar blómin og birkitré.
Blessuð rigningin ætíð sé.

Gróðurinn angar og grær svo vel.
Glæðist nú lífið á þurrum mel.
Regnið þvær bæði lauf og lyng,
liti skírir í fjallahring.

Börnin nú una sér úti við.
Öslar í pollunum krakkalið,
siglir bátum og byggir sér
brýr og stíflur og orkuver.

Dropar á þökunum dansa létt,
drýpur nú rigningin, jafnt og þétt,
vökvar blómin og birkitré.
Blessuð rigningin ætíð sé.

Texti: Margrét Ólafsdóttir




Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.