SIG BÆLDI REFUR

Sig bældi refur und bjarkarrót
út við móinn, út við móinn.
Og hérinn stökk þar með hraðan fót
yfir móinn, yfir móinn.
Og geislum stafar á bjarkar blöð
og blessuð sólin hún skín svo glöð
yfir móinn, yfir móinn,
tra la la la la.

Þá brosti refur und bjarkarrót
út við móinn, út við móinn.
Og hérinn hljóp, og hann uggði' ei hót,
yfir móinn, yfir móinn.
Hæ, nú er ekkert sem mæðir mig.
Já, mikið leggur þú undir þig,
yfir móinn, yfir móinn,
tra la la la la.

Og refur beið undir bjarkarrót
út við móinn, út við móinn.
Og hérinn beint honum hljóp á mót
yfir móinn, yfir móinn.
Æ, æ, hver þremillinn þarna er?
Ert þú það frændi sem dansar hér
yfir móinn, yfir móinn,
tra la la la la.

Texti: Jón Ólafsson




Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.