SJÓMAÐUR DÁÐADRENGUR

Hann var sjómaður dáðadrengur,
og drabbari eins og gengur.
Hann sigldi í höfn
um snæfexta dröfn,
þegar síldin hún sást ekki lengur.

Svo breiðan um herðar og háan
í Hljómskálanum ég sá hann.
Hið kyrrláta kveld
lagði kvöldroðans eld
yfir flóann svo breiðan og bláan.



Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.