ÉG ER KOKKUR Á KÚTTER FRÁ SANDI


Ég er kokkur á kútter frá Sandi.
Ég fæ kjaftshögg hvern einasta dag.
Og ekki líður mér betur í landi,
ef ég lendi við konuna í slag.

Hún er tvígild að afli hún Tóta
og ég tala ekki um sé hún reið,
enda tek ég þá fljótast til fóta,
því að flótti er sú einasta leið.

Ég var var ungur er Tóta mig tældi,
okkar trúlofun samstundis birt.
Og í hjónaband þvínæst mér þvældi,
það var óveðursblandið og stirt.

Því þegar frá leið hljóp fjandinn í svínið,
og fædd voru ellefu börn,
þá var búið með gaman og grínið,
þá var grátur mín síðasta vörn.

Því á kvöldin er kjaftshöggin dundu,
svo í kjammana báða mig sveið
og tárin af hvörmum mér hrundu
þegar hræddur und´ rúmið ég skreið.

Já, þá skemmti hún sér skjátan sú arna
er hún skammirnar dynja á mér lét,
meðan ég hímdi hundflatur þarna
og hreyfði mig ekki um fet.

En á kútternum allir sig krossa
ef ég kem fram með viðbrenndan graut
og skipstjórans brástjörnur blossa
meðan bölvar rétt eins og naut.

Og ef kjötsúpan virðist með kekkjum,
eða kjötbollan reynist of hrá,
þeir kenna slíkt helvískum hrekkjum,
svo hefst skemmtunin vöngum mér á.

Ef ég lifað fæ lengur en Tóta,
er hún leggur á eilífðarbraut,
skal ég dansa og daganna njóta
og elda dýrindis rúsínugraut.

En mig hryllir, ef hittumst við aftur,
er ég héðan af jörðinni fer,
nema einhver mér ókunnur kraftur
komi óðar og liðsinni mér.

ÉG ER SJÓARI

Ég er sjóari og sigli um haf,
sem sorg og gleði mér gaf
og ég kyssi konurnar meðan flýtur mitt fley.
Út um allan heim á ég helling af þeim
og ég er og verða mun sjóari þar til ég dey.

Ég hef þrælað, aflað og eytt,
elskað, drukkið og veitt,
frá blautu barnsbeini á döllum af margs konar gerð
og ég fer ekki í land nema fleytan sé strand,
og ég held áfram að sigla uns kemur mín síðasta ferð.


HANN VAR SJÓMAÐUR

Hann var sjómaður dáðadrengur,
og drabbari eins og gengur.
Hann sigldi í höfn
um snæfexta dröfn,
þegar síldin hún sást ekki lengur.

Svo breiðan um herðar og háan
í Hljómskálanum ég sá hann
Hið kyrrláta kveld
lagði kvöldroðans eld
yfir flóann svo breiðan og bláan.

SUÐUR UM HÖFIN

Suður um höfin að sólgylltri strönd
sigli ég fleyi mínu til að kanna ókunn lönd.
Og á meðan ég lifi ei bresta þau bönd,
sem bundið mig hafa við suðræna strönd.

Hún kom sem engill af himni til mín,
heillandi eins og þegar sólin björt í heiði skín.
Og yndisleg voru þau ævintýr mín
og indisleg hin freyðandi vín.

Þegar dagur var kominn að kveldi,
þá var kátt yfir börnum lands.
Þá var veizla hjá innfæddra eldi
og allir stigu villtan dans.

Suður um höfin að sólgiltri strönd
svífur minn hugur, þegar kólna fer um heimalönd.
Og meðan ég lifi, ei bresta þau bönd,
sem bundið mig hafa við suðræna strönd

SÍLDARVALSINN

Syngjandi sæll og glaður
til síldveiða nú ég held.
Það er gaman á Grímseyjarsundi
við glampandi kvöldsólareld.
Þegar hækkar í lest og hleðst mitt skip
við háfana fleiri og fleiri.
svo landa ég síldinni sitt á hvað
á Dalvík og Dagverðareyri.

Seinna er sumri hallar
og súld og bræla er.
Þá held ég fleyi til hafnar
í hrifningu skemmti ég mér.
Á dunandi balli, við dillandi spil
og dansana fleiri og fleiri
því nóg er um hýreygð og
heillandi sprund,
á Dalvík og Dagverðareyri

Á dunandi balli, við dillandi spil
og dansana fleiri og fleiri
því nóg er um hýreygð og
heillandi sprund,
á Dalvík og Dagverðareyri

ÞAÐ GEFUR Á BÁTINN VIÐ GRÆNLAND

Það gefur á bátinn við Grænland
og gustar um sigluna kalt,
en togarasjómanni tamast það er
að tala sem minnst um það allt.
En fugli sem flýgur í austur,
er fylgt yfir hafið með þrá.
Og vestfirskur jökull, sem heilsar við Horn
í hilling með sólroðna brá
segir velkominn heim, yfir hafið og heim.
Þá er hlegið við störfin um borð.


KOKKURINN VIÐ KABYSSUNA STÓÐ

Kokkurinn við kabyssuna stóð, fallera,
og kolamola oní hana tróð, fallera.
Kámugur um kjaftinn bæði' og trýn, fallera,
kann hann ekki' að skammast sín, það svín fallera.


SUÐURNESJAMENN

Sæmd er hverri þjóð
að eiga sægarpa enn.
Ekki var að spauga
með þá Útnesjamenn.

Sagt hefur það verið
um Suðurnesjamenn,
fast þeir sóttu sjóinn
og sækja hann enn.

Unnur bauð þeim faðm sinn
svo ferleg og há.
Kunnu þeir að beita hana
brögðum sínum þá.

Sagt hefur það verið
um Suðurnesjamenn,
fast þeir sóttu sjóinn
og sækja hann enn.

Kunnu þeir að stýra
og styrk var þeirra mund.
Bárum ristu byrðingarnir
ólífissund.

Sagt hefur það verið
um Suðurnesjamenn,
fast þeir sóttu sjóinn
og sækja hann enn.

Ekki er að spauga
með íslenskt sjómannsblóð,
ólgandi sem hafið
og eldfjallaglóð.

Sagt hefur það verið
um Suðurnesjamenn,
fast þeir sóttu sjóinn
og sækja hann enn.

Ásækir sem logi
og áræðir sem brim,
hræðast hvorki brotsjó
né bálviðra gým.

Sagt hefur það verið
um Suðurnesjamenn,
fast þeir sóttu sjóinn
og sækja hann enn.

Gull að sækja í greipar
þeim geigvæna mar,
ekki er nema ofurmennum
ætlandi var.

Sagt hefur það verið
um Suðurnesjamenn,
fast þeir sóttu sjóinn
og sækja hann enn.

ÞÓRÐUR SJÓARI

Hann elskaði sjóinn hann Þórður
og því komst hann ungur á flot.
Og hann kunni betur við halann,
en hleinarnar neðan við Kot.
Hann kærði sig ekkert um konur,
en kunni að glingra við stút
og tæki 'ann upp pyttlu
er töf var á löndun,
hann tók hana hvíldarlaust út.
Og þá var hann vanur að segja sí svona.
Já, sjómenskan er ekkert grín.
|: Þó skyldi ég sigla um eilífan aldur,
ef öldurnar breyttust í vín :|
|: Já, sjómennskan, já, sjómennskan,
já, sjómennskan er ekkert grín :|

Og þannig leið ævin hans Þórðar
við þrældóm og vosbúð og sukk.
Svo kvaddi hann lífið eitt kvöldið,
þeir kendu það of miklum drukk.
Og enn þegar sjóhetjur setjast
að sumbli og liðkast um mál,
þá tæma þeir ölkollur honum til heiðurs
og hrópa í fögnuði: "Skál!"
Og þá var hann vanur að segja sí svona.
Já, sjómenskan er ekkert grín.
|: Þó skyldi ég sigla um eilífan aldur,
ef öldurnar breyttust í vín :|
|: Já, sjómennskan, já, sjómennskan,
já, sjómennskan er ekkert grín :|

Í LÍFSINSÓLGUSJÓ

Þú varst alinn upp á trosi
í lífsins ólgusjó.
Síðan varstu lengi á opnum bát
í lífsins ólgusjó.
Og þjóraðir brennivín í landlegum
í lífsins ólgusjó.
Með tímanum urðum við fylliraftar
í lífsins ólgusjó.

Margt kvöldið hefurðu setið að sumbli
með sigurbros á vör.
Og hnigið síðan undir borði
með sigurbros á vör.
Og nú ertu loksins alveg dauður
með sigurbros á vör.
Og bráðum er ég hið sama
með sigurbros á vör.


HVAÐ SKAL MEÐ SJÓMANN SEM ER Á ÞVÍ

Hvað skal með sjómann sem er á því
Hvað skal með sjómann sem er á því
Hvað skal með sjómann sem er á því
eldsnemma að morgni.

Kjöldraga óþokkann einu sinni
Kjöldraga óþokkann einu sinni
Kjöldraga óþokkann einu sinni
eldsnemma að morgni.

Húrra hann opnar augun
Húrra hann opnar augun
Húrra hann opnar augun
eldsnemma að morgni.

Leggj´ann á ís svo af honum renni
Leggj´ann á ís svo af honum renni
Leggj´ann á ís svo af honum renni
eldsnemma að morgni.

Húrra hann opnar augun.
Húrra hann opnar augun.
Húrra hann opnar augun.
eldsnemma að morgni.


HÍFUM Í BRÆÐUR


Já, líf okkar sjómanna sæluríkt er.
Híf í, allir sem einn.
Það bætir hvern mann, eins og best sést á mér.
Hífum í, bræður allir sem einn.

Í æsku ég hafinu hönd mína gaf,
Híf í, allir sem einn.
er bölvaður hákarlinn beit hana af.
Hífum í, bræður allir sem einn.


Í Kína þeir brutu mitt konunganef,
Híf í, allir sem einn.
og nú er það allt annað nef, sem ég hef.
Hífum í, bræður allir sem einn.

Ég kvarta samt ekki, þó kaupið sé lágt,
Híf í, allir sem einn.
því sól skín í heiði og hafið er blátt.




Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.