SPEGILLINN Í BRÉFINU

AmÉg þekkti mann með þunna skel,
hann segist þekkja þig svo vel.
Eitt sinn bauðstu honum faðminn,
hann valdi nóttina fram yfir daginn.

GErfitt er að elska hann,
leitandi aldrei fann
Amvið olíuljós - gráan reyk,
fróun í þeim göfuga leik.
GSetti líf sitt að veði
Ammeð snjóinn upp að öxlum.

AmÞú sérð hann standa, horfa á
með sígarettu, augun blá.
Með brotnar brýr að baki sér,
finnur ekkert lengur hér

Gnema hryggð í nýjum degi
sama hvað þú segir.
AmHann stígur inn í skuggann,
ekki lengur hægt að hugga hann.
GÞú sérð hann þar sem hann stendur
Fmeð snjóinn upp Amað öxlum.

AmÞú hatar að sjá þreyttan mann,
samt þig langar að kyssa hann.
Tárin niður kinnarnar,
blóðið þýtur um æðarnar.

GHann situr við borðið, lotinn í herðum,
minningar úr löngum ferðum.
AmTalar sjálfan sig í svefn,
á speglinum kemst enginn í gegn
Gmeð snjóFinn upp Amað öxlum.

AmBýðurðu honum að ganga inn,
strýkurðu burtu tár af kinn.
Býrð um rúmið föl á vanga,
í stoltinu reynir hann samt að hanga.

GÞú hvíslar: Dyrnar eru opnar hér,
ást mín fylgir alltaf þér.
AmUm stund þau stara á þig tryllt,
augun sem síðan lokast stillt
Gog þú grefur Fsnjóinn burtu frá Amhans öxlum.

Lag:           Bubbi
Texti:         Bubbi



Sendið mér gjarnan póst ef þið finnið villur í textunum
en takið gjarnan fram við hvaða texta er átt.